De Jong nálgast United

Frenkie De Jong nálgast Manchester United.
Frenkie De Jong nálgast Manchester United. AFP/Pau Barrena

Hollenski knattspyrnumaðurinn Frenkie De Jong nálgast enska félagið Manchester United. Kaupverðið er sagt vera 65 milljónir evra sem gæti hækkað frekar með árangurstengdum greiðslum. 

Börsungar eru sáttir með það verð og á aðeins eftir að ganga frá nokkrum smáatriðum. Að semja um kaup og kjör við De Jong verður lítið vesen samkvæmt skysports, en hann hefur lýst því yfir að hann vilji vera áfram hjá Barcelona en færi ef félagið óskaði eftir því. 

De Jong var í lykilhlutverki í liði Erik Ten Hag, þjálfara Manchester United, hjá Ajax er liðið komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar með því að slá lið á borði við Real Madrid og Juventus út. Frá því að Ten Hag tók við Manchester United hefur De Jong verið efstur á lista Manchester United. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert