Vilja fá Englandsmeistarann til Skotlands

Joe Hart gæti verið á leiðinni til Skotlands.
Joe Hart gæti verið á leiðinni til Skotlands. AFP

Skoska knattspyrnufélagið Celtic hefur gert markverðinum Joe Hart tilboð en hann á sér ekki framtíð með aðalliði Tottenham.

Hart gekk til liðs við Tottenham síðasta sumar og skrifaði undir tveggja ára samning við Lundúnaliðið. Hann spilaði tíu leiki með Tottenham, tvo í bikarkeppni og átta í Evrópudeildinni.

Markvörðurinn enski er orðinn 34 ára gamall en hann var um árabil aðalmarkvörður Manchester City og varð meðal annars enskur meistari með liðinu tvisvar, árin 2012 og 2014. Hart var einnig lengi vel aðal­markvörður enska landsliðsins og spilaði í fræg­um sigri Íslands á Englandi á EM í Frakklandi 2016. Hef­ur hann alls spilað 75 lands­leiki fyr­ir þjóð sína.

Celtic féll úr Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi gegn Íslendingaliðinu danska frá Midtjylland en Mikael Anderson leikur þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert