Liverpool býðst að kaupa leikmann United

Langavitleysan í kringum framtíðaráform Paul Pogba heldur áfram.
Langavitleysan í kringum framtíðaráform Paul Pogba heldur áfram. AFP

Enska knattspyrnufélaginu Liverpool hefur boðist að kaupa Paul Pogba af erkifjendum sínum í Manchester United.

Það er franski miðillinn Le10Sport sem heldur þessu fram en í fréttinni segir að umboðsmaður Pogba, Mino Raiola sem þykir mikið ólíkindatól, hafi sett sig í samband við forráðamenn Liverpool um möguleg félagsskipti.

Pogba á eitt ár eftir af samningi sínum hjá United og hefur óendanlega mikið verið rætt og ritað um framtíð hans hjá félaginu. The Athletic sagði frá því í gær að Raiola væri byrjaður að semja um kaup og kjör við franska stórliðið PSG en Frakkinn þykir í það minnsta ekki líklegur til að endurnýja samning sinn við Manchester-félagið.

Liverpool missti nýlega Georginio Wijnaldum til PSG og er því á höttunum eftir nýjum miðjumanni en það verður að teljast ansi ólíklegt að Manchester United sé tilbúið að selja eina af stjörnum sínum til Liverpool.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert