Fer Lampard beina leið til Skotlands?

Frank Lampard er farinn frá Chelsea.
Frank Lampard er farinn frá Chelsea. AFP

Ekki er víst að Frank Lampard verði lengi atvinnulaus eftir að hafa verið rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Chelsea í gær.

Samkvæmt blaðinu The Scottish Sun í dag er Lampard þegar orðinn líklegastur til að taka við skoska meistaraliðinu Celtic en þar er Neil Lennon orðinn afar valtur í sessi í kjölfar þess að eftir níu meistaratitla í röð er Celtic 23 stigum á eftir Rangers í baráttunni um skoska meistaratitilinn á yfirstandandi tímabili.

Knattspyrnustjóri Rangers er Steven Gerrard, samherji Lampards á miðjunni hjá enska landsliðinu um árabil, en hann er langt kominn með að tryggja liðinu sinn fyrsta meistaratitil í tíu ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert