Við þurfum þrjá sigra í viðbót

David Moyes á hliðarlínunni í kvöld.
David Moyes á hliðarlínunni í kvöld. AFP

David Moyes knattspyrnustjóri West Ham sagði eftir sigurinn óvænta á Chelsea í kvöld, 3:2, að líklega þyrfti lið sitt þrjá sigra í viðbót í síðustu sex umferðunum til að áframhaldandi sæti í deildinni væri gulltryggt.

West Ham komst þremur stigum frá Aston  Villa og Bournemouth í fallsætunum með sigrinum, er með 30 stig.

„Þú þarft að vinna óvæntu sigrana en þeir hafa kannski ekki verið svo margir óvæntir í úrvalsdeildinni. Ég veit ekki hvort þetta voru óvænt úrslit í kvöld, en kannski eftir að við sáum frammistöðu Chelsea gegn Manchester City. Chelsea lék mjög góðan fótbolta í kvöld. Við vorum ágætir en þurfum meiri gæði,"  sagði Moyes við BBC eftir leikinn.

„Til að vera öruggur með sæti í deildinni þarftu að ná 40 stigum svo við stefnum á þá tölu. Til þess þurfum við væntanlega að vinna þrjá leiki í viðbót," sagði Moyes.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert