„Þeir verða að laga þetta“

Stjórarnir Mauricio Pochettino og Pep Guardiola ræddu lengi sín á …
Stjórarnir Mauricio Pochettino og Pep Guardiola ræddu lengi sín á milli eftir dramatík dagsins. AFP

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir VAR-dómgæsluna þurfa á lagfæringu að halda eftir að mark, sem hefði verið sigurmark, var dæmt af meisturum í 2:2-jafntefli gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Sóknarmaðurinn Gabriel Jesus hélt að hann hefði komið City yfir seint í uppbótartíma en eftir athugun myndbandsdómara var markið dæmt af sökum hendi. City varð því aftur fyrir barðinu á VAR í leik gegn Tottenham en mark var dæmt af liðinu er það féll úr leik gegn Lundúnaliðinu í Meistaradeildinni í vor.

„Það er ótrúlegt að við fengum ekki víti í fyrri hálfleik, svo var Adrian [markvörður Liverpool] ekki á línunni í vítaspyrnukeppninni gegn Chelsea um daginn. Þeir verða að laga þetta. Ég er stoltur af strákunum, þeir spiluðu frábærlega.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert