Arsenal vann Jóhann Berg og félaga

Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette skoruðu mörk Arsenal.
Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette skoruðu mörk Arsenal. AFP

Arsenal er með fullt hús stiga í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 2:1-sigur á Burnley á heimavelli í 2. umferðinni í dag. Pierre-Emerick Aubameyang skoraði sigurmarkið í seinni hálfleik. 

Arsenal byrjaði af miklum krafti og sótti nánast án afláts þangað til Alexandre Lacazette skoraði fyrsta markið á 13. mínútu. Dani Ceballos, í sínum fyrsta byrjunarliðsleik með Arsenal, tók hornspyrnu á Frakkann sem skoraði af harðfylgi úr teignum. 

Burnley-menn vöknuðu við markið og voru sterkari næstu mínútur. Það var því verðskuldað þegar Ashley Barnes jafnaði á 43. mínútu með skoti af stuttu færi eftir að Dwight McNeill skaut í varnarmann. Staðan í hálfleik var því 1:1. 

Arsenal var hins vegar mikið sterkari aðilinn í seinni hálfleik og kom það lítið á óvart þegar Aubameyang skoraði eftir að Ceballos vann boltann af Jóhanni Berg Guðmundssyni á miðjum vellinum um miðjan hálfleikinn. 

Arsenal var líklegra til að bæta við en Burnley að jafna það sem eftir lifði leiks og fékk Arsenal því verðskulduð þrjú stig. Jóhann Berg spilaði fyrstu 72 mínúturnar með Burnley en átti ekki sérstaklega góðan leik. 

Arsenal 2:1 Burnley opna loka
90. mín. Lucas Torreira (Arsenal) á skot sem er varið Willock með flottan sprett upp hægri kantinn og sendingu á Torreira sem neglir að marki í teignum en Pope ver mjög vel.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert