Matip viðbeinsbrotinn

Joel Matip.
Joel Matip. AFP

Joel Matip miðvörður Liverpool verður frá keppni næstu sex vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Napoli í Meistaradeildinni á Anfield í gærkvöld.

Matip viðbeinsbrotnaði og þarf að gangast undir aðgerð og reiknað með því að hann verði frá keppni næstu sex vikurnar. Matip spilaði allan leikinn en var fluttur á sjúkrahús eftir leikinn og þar fékkst það staðfest að hann er viðbeinsbrotinn.

Þar með eru aðeins tveir miðverðir Liverpool leikfærir, Virgil van Dijk og Dejan Lovren, en Joe Gomez fótbotnaði í leiknum gegn Burnley á dögunum.

Liverpool tekur á móti erkifjendum sínum í Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert