Eru áhorfendur að verða óþarfi?

Stuðningsmenn Liverpool.
Stuðningsmenn Liverpool.

Samkvæmt rannsókn BBC fá liðin í ensku úrvalsdeildinni svo mikinn pening fyrir sjónvarpsréttinn að helmingur liðanna kæmi út í hagnaði þótt þau spiluðu á tómum leikvöngum allt árið.

Sjónvarpstekjur liðanna eru nú í kringum 8,3 miljarðar sterlingspunda. Þessir gríðarlega miklu peningar gera það að verkum að tekjurnar sem liðin fá fyrir miðakaup hins almenna stuðningsmans falla algerlega í skuggann af sjónvarpsréttinum.

Dr. Rob Wilson, hagfræðingur við Sheffield Hallam-háskólann, segir að fókus liðanna sé að auka sjónvarpstekjur frekar en að fá fleira fólk á völlinn.

„Þegar þú færð ávísun upp á 120 milljónir punda frá ensku úrvalsdeildinni fyrir að sparka í bolta getur þú spilað á tómum leikvangi ef þú þarft þess. Tekjuöflunarmódel félaganna snúast ekki lengur um að fá fólk á völlinn.“

Félag knattspyrnuaðdáenda á Englandi, Malcom Clarke, segir að stuðningsmenn liðanna séu það sem gerir enska knattspyrnu svona sérstaka.

„Leikmenn og þjálfarar fara, en við erum alltaf til staðar. Ástæðan fyrir því að liðin fá svona góða sjónvarpssamninga er það andrúmsloft sem skapast á völlunum á Englandi. Hversu leiðinlegt væri að fylgjast með ensku úrvalsdeildinni ef vellirnir væru tómir?“  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert