Swansea vill stjóra Östersund

Graham Potter heilsar upp á Arsene Wenger.
Graham Potter heilsar upp á Arsene Wenger. AFP

Graham Potter, knattspyrnustjóri sænska liðsins Östersund, er efstur á óskalista Swansea City eftir að Carlos Carvahal var rekinn frá félaginu. Potter hefur gert ótrúlega hluti með Östersund á undanförnum árum.

Potter tók við Östersund er liðið var í D-deild Svíþjóðar árið 2011 og nokkrum árum seinna var liðið komið upp í efstu deild, orðið sænskur bikarmeistari og í kjölfarið komið í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar að spila við Arsenal. 

Sky Sports greinir frá því að Swansea gæti gengið frá ráðningu Potter í vikunni. Swansea féll úr ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert