Kveðjur úr ýmsum áttum

Arsene Wenger
Arsene Wenger AFP

Franski hagfræðingurinn Arsene Wenger hefur þegar fengið kveðjur úr ýmsum áttum eftir að tilkynnt var fyrir skömmu að hann myndi láta staðar numið sem knattspyrnustjóri Arsenal í sumar eftir tuttugu og tvö ár hjá félaginu. 

Gary Neville fyrrverandi bakvörður Manchester United sparar ekki lofið og segir Wenger hafa sett saman sterkustu lið sem hann mætti á sínum ferli í ensku úrvalsdeildinni. Goðsögnin Tony Adams segir Wenger vera besta stjóra í sögu Arsenal.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert