Southampton slapp í undanúrslitin

Pierre-Emile Højbjerg, lengst til vinstri, kemur Southampton yfir gegn Wigan.
Pierre-Emile Højbjerg, lengst til vinstri, kemur Southampton yfir gegn Wigan. AFP

Southampton varð rétt í þessu þriðja liðið til að komast í undanúrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu með því að vinna útisigur, 2:0, á C-deildarliðinu Wigan.

Wigan réð ferðinni í leiknum á löngum köflum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Southampton komst betur inn í leikinn í seinni hálfleik og komst yfir á 62. mínútu þegar Pierre-Emile Højbjerg skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu.

Southampton fékk vítaspyrnu á 71. mínútu en Christian Walton í marki Wigan varði frá Manolo Gabbiadini á glæsilegan hátt.

Wigan sótti talsvert á lokakaflanum en Cédric Soares innsiglaði sigur Southampton með marki í uppbótartíma. Þetta var fyrsti leikur Southampton undir stjórn Mark Hughes sem tók við sem knattspyrnustjóri á dögunum.

Það eru því Southampton, Manchester United og Tottenham sem eru komin í undanúrslit og  fjórða liðið verður Leicester eða Chelsea en viðureign þeirra hefst klukkan 16.30.

Mark Hughes á hliðarlínunni hjá Southampton í dag en þetta …
Mark Hughes á hliðarlínunni hjá Southampton í dag en þetta var fyrsti leikur hans við stjórnvölinn hjá liðinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert