United áfram eftir umdeildan leik

Romelu Lukaku skoraði tvö gegn Huddersfield.
Romelu Lukaku skoraði tvö gegn Huddersfield. AFP

Manchester United tryggði sér sæti í átta liða úrslitum enska bikarsins í knattspyrnu eftir sigur á Huddersfield, 2:0, í ansi skrautlegum leik.

Strax á þriðju mínútu skoraði Romelu Lukaku eftir stungusendingu frá Juan Mata, en Huddersfield var síður en svo lakari aðilinn í fyrri hálfleik. Undir blálok fyrri hálfleiks átti sér stað afar umdeilt atvik þegar Juan Mata skoraði fyrir United.

Eftir mikla rekistefnu var markið hins vegar dæmt af að lokum með aðstoð myndbandadómgæslu, en eftir endursýningar virðist það hafa verið rangt og þá er ferlið enn gagnrýnt fyrir seinagang og tafir á leiknum. Staðan 1:0 í hálfleik.

Jafnræði var áfram með liðunum eftir hlé en á 56. mínútu skoraði Lukaku annað mark sitt og annað mark United, nú eftir stungusendingu frá Alexis Sánches.

Lokatölur 2:0 og United því komið áfram í bikarnum.   

Huddersfield 0:2 Man. Utd opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti þrjár mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert