Búið að draga í enska bikarnum

José Mourinho, stjóri Man. Utd og Antonio Conte, stjóri Chelsea, …
José Mourinho, stjóri Man. Utd og Antonio Conte, stjóri Chelsea, eru með lið sín í átta liða úrslitunum. AFP

Nú rétt í þessu var dregið í átta liða úrslit í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu, en ekki er þó búið að útkljá 16-liða úrslitin.

Meðal þeirra liða sem drógust saman eru Mancester United gegn Brighton og Leicester gegn Chelsea, en endanlegir mótherjar í hinum viðureignunum eru ekki á hreinu.

Leikirnir fara fram dagana 16.-19. mars næstkomandi, en dráttinn má í heild sinni sjá hér að neðan.

Swansea eða Sheffield Wednesday – Rochdale eða Tottenham
Manchester United – Brighton
Leicester – Chelsea
Wigan eða Manchester City – Southampton

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert