Javi Gracia tekur við af Silva

Javi Garcia.
Javi Garcia. AFP

Spánverjinn Javi Gracia mun taka við stjórnartaumunum hjá enska úrvalsdeildarliðinu Watford og koma í stað landa síns, Marco Silva, sem var rekinn í dag.

Gracia yfirgaf rússneska félagið Rubin Kazan eftir að hann stýrði liðinu í 9. sæti í efstu deild þar í landi. Sky greinir frá því að peningar verði til staðar fyrir Gracia til að styrkja leikmannahópinn í þessum mánuði. 

Gracia hefur einnig stýrt Málaga, Osasuna og Almería í heimalandinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert