Gracia orðinn stjóri Watford

Javi Gracia, nýi stjóri Watford.
Javi Gracia, nýi stjóri Watford. Ljósmynd/Heimasíða Watford

Hlutirnir eru fljótir að gerast hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Watford. Í dag var tilkynnt um brottrekstur Marco Silva, knattspyrnustjóra liðsins, og nú er búið að ráða eftirmann hans, Javi Gracia.

Gracia skrifaði undir 18 mánaða samning við félagið í dag, en hann stýrði síðast rússneska liðinu Rubin Kazan. Gracia stýrir liðinu í fyrsta skipti næstkomandi sunnudag gegn Watford í enska bikarnum. 

Spánverjinn stýrði Málaga tvívegis í eitt af tíu efstu sætum A-deildarinnar á Spáni. Auk þess hefur hann verið við stjórnvölinn hjá Osasuna, Almería og gríska liðinu Kerkyra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert