Rooney hafði betur gegn Gylfa um mark mánaðarins

Gylfi Þór hleður í skotið sem endaði með stórglæsilegu marki.
Gylfi Þór hleður í skotið sem endaði með stórglæsilegu marki. Ljósmynd/Everton

Það er með hreinum ólíkindum að mark íslenska landsliðsmannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar fyrir Everton gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hafi ekki skilað honum besta markinu sem skorað var í ensku úrvalsdeildinni í nóvembermánuði. Það er þó bót í máli fyrir Gylfa að liðsfélagi hans, Wayne Rooney, varð sá sem vann en mark hans var einnig stórbrotið.

Gylfi Þór skaut boltanum í slána, stöngina, og slána og í netið þann 26. nóvember, í 4:1 tapi.

Þremur dögum síðar skaut Wayne Rooney boltanum viðstöðulaust fyrir aftan miðlínuna og í netið og fullkomnaði þrennu sína í 4:0 sigri Everton á West Ham.

Markið hjá Rooney og stutt viðtal má sjá á heimasíðu ensku úrvalsdeildarinnar.

Wayne Rooney fagnar markinu sínu stórbrotna.
Wayne Rooney fagnar markinu sínu stórbrotna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert