„Hættið að hringja í neyðarlínuna“

David Moyes er knattspyrnustjóri West Ham United.
David Moyes er knattspyrnustjóri West Ham United. AFP

Breska lögreglan hefur beðið stuðningsmenn West Ham knattspyrnuliðsins að hætta að hringja í neyðarlínuna til þess að kvarta yfir gengi liðsins.

West Ham tapaði í gær 2-0 fyrir Watford en leikurinn var sá fyrsti sem liðið spilar eftir að David Moyes tók við sem þjálfari West Ham. Einhverjir stuðningsmenn West Ham hafa gengið of langt í sorg sinni að mati lögreglunnar og hefur lögreglan í Essex beðið þá um að hætta að hringja í neyðarlínuna, 999, og kvarta yfir lélegri frammistöðu liðsins.

Mark Noble, er miðjumaður í liði West Ham United.
Mark Noble, er miðjumaður í liði West Ham United. AFP

Lögreglan skrifar á Twitter að það sé ekki ásættanlegt að hringja í neyðarlínuna þó svo að West Ham hafi tapað enn einu sinni og þið vitið ekki hvað þið eigið að gera í málinu. Það er algjör eyðsla á tíma okkar hjá lögreglunni.

Á meðaná  leiknum stóð í gær mátti heyra stuðningsmenn söngla: „rekið stjórnina“ á sama tíma og liðið fékk á sig tvö mörk. West Ham er í 18. sæti af 20. Aðeins Swansea og Crystal Palace hefur gengið verr í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

AFP

West Ham tekur á móti Leicester á föstudag en það verður fyrsti heimaleikur liðsins eftir að Moyes var ráðinn knattspyrnustjóri West Ham.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert