Coleman orðaður við Leicester

Chris Coleman landsliðsþjálfari Wales hefur verið orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá …
Chris Coleman landsliðsþjálfari Wales hefur verið orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá Leicester City. AFP

Enska úrvalsdeildarliðið Leicester City rak í gær knattspyrnustjórann Craig Shakespeare úr starfi aðeins fjórum mánuðum eftir að hafa gert við hann þriggja ára samning. Shakespeare tók við Leicester-liðinu eftir að Ítalanum Claudio Ranieri var sagt upp störfum í febrúar, níu mánuðum eftir að hafa gert liðið að Englandsmeisturum. Leicester var þá í vondri stöðu en undir stjórn Shakespeares vann liðið átta af síðustu 16 leikjum sínum og endaði í tólfta sæti.

Illa hefur gengið hjá Leicester á leiktíðinni. Liðið er án sigurs í sex deildarleikjum í röð og er í þriðja neðsta sæti deildarinnar með aðeins sex stig eftir átta leiki. Shakespeare stýrði Leicester-liðinu í 21 leik í deildinni og uppskeran úr þeim leikjum var átta sigrar, fimm jafntefli og átta töp.

Enskir fjölmiðlar hófu strax að orða menn við stjórastarfið hjá Leicester og samkvæmt veðbönkum þykir Chris Coleman, landsliðsþjálfari Wales, líklegastur til að taka við liðinu. Sam Allardyce og Michael Appleton hafa einnig verið nefndir til sögunnar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert