Sigur er besta meðalið

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans á æfingu í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans á æfingu í dag. Ljósmynd/evertonfc.com

Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, segir að sigurinn gegn Sunderland í deildabikarnum í gær verði að vera fyrsta skrefið í áttina að betra gengi en fyrir leikinn í gær hafði Everton tapað fjórum leikjum í röð án þess að skora mark.

Spurður á fréttamannafundi í dag hvort þessi sigur í gær sé snúningspunkturinn hjá liði hans sagði Hollendingurinn:

„Við tókum fyrsta skrefið í gær og nú er leikurinn á laugardaginn afar mikilvægur. Næsti leikur er alltaf mikilvægastur,“ sagði Koeman eftir en eftir fimm umferðir er Everton í fallsæti með 4 stig í þriðja neðsta sæti.

„Við þurftum svo sannarlega á sigrinum að halda og að komast á sigurbraut. Ef borin eru saman úrslitin í leikjunum á móti liðunum sem höfum mætt á þessu tímabili og á því síðasta er munurinn ekki mikill. En við þurfum að sýna að við séum sterkir og höfum sjálfstraust. Sigur er alltaf besta meðalið,“ sagði Koeman sem hvíldi Gylfa Þór Sigurðsson í leiknum í gær.

Everton fær Bournemouth í heimsókn í deildinni á laugardaginn.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert