Drátturinn í deildabikarnum

Gylfi Þór Sigurðsson og samherjar hans í Everton sækja Chelsea …
Gylfi Þór Sigurðsson og samherjar hans í Everton sækja Chelsea heim. AFP

Dregið var til 16-liða úrslitanna í ensku deildabikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld en 32-liða úrslitunum lauk í kvöld.

Manchester United, sem á titil að verja, sækir Swansea heim. Gylfi Þór Sigurðsson og samherjar hans í Everton eiga erfiðan leik í vændum en þeir heimsækja Englandsmeistara Chelsea heim.

Hörður Björgvin Magnússon og samherjar hans í Bristol City ættu að eiga góða möguleika á að komast í átta liða úrslitin en mótherjar þeirra í 16-liða úrslitunum verða Crystal Palace.

Drátturinn varð þessi:

Bristol City - Crystal Palace

Tottenham - West Ham United

Arsenal - Norwich

Swansea - Manchester United

Manchester City - Wolves

Chelsea - Everton

Bournemouth - Middlesbrough

Leicester - Leeds

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert