Hörður Björgvin fékk góða dóma

Hörður Björgvin átti góðan leik með Bristol City í kvöld.
Hörður Björgvin átti góðan leik með Bristol City í kvöld. Ljósmynd/twitter-síða Bristol City

Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon fékk góða fyrir frammistöðu sína með Bristol City í kvöld þegar B-deildarliðið gerði sér lítið fyrir og sló úrvalsdeildarlið Stoke úr leik í 32-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar.

Hörður Björgvin sem hefur verið úti í kuldanum svo mánuðum skiptir hjá Bristol City fékk verðskuldað tækifæri í kvöld og hann lék allan leikinn í 2:0 sigri sinna manna.

Hörður Björgvin fékk 7 í einkunn hjá enska netmiðlinum Bristol Post en aðeins þrír leikmenn liðsins fengu hærri einkunn. Hörður var nálægt því að skora með skalla í fyrri hálfleik en hann og Callum O'Dowda náðu vel saman á vinstri vængnum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert