Rooney sviptur ökuréttindum

Wayne Rooney yfirgefur dómshúsið í dag.
Wayne Rooney yfirgefur dómshúsið í dag. AFP

Enski framherjinn Wayne Rooney játaði fyrir rétti í morgun að hafa ekið undir áhrifum þegar hann var handtekinn undir lok síðasta mánaðar.

Rooney var í kjölfarið sviptur ökuréttindum í tvö ár, auk þess sem hann þarf að sinna samfélagsþjónustu í 100 klukkustundir.

„Ég vil opinberlega biðjast afsökunar á dómgreindarbresti mínum að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Það er rangt. Ég hef beðið fjölskylduna, knattspyrnustjórann og alla aðra hjá Everton afsökunar og ég vil einnig biðja stuðningsmennina afsökunar sem hafa stutt mig í gegnum ferilinn. Ég vona að ég geti gefið eitthvað til baka í samfélagsþjónustu minni,“ sagði Rooney í yfirlýsingu eftir úrskurðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert