Rooney mættur fyrir rétt

Rooney er mættur í dómsal.
Rooney er mættur í dómsal. AFP

Wayne Roo­ney, knattspyrnumaður hjá Everton, er mættur fyrir rétt en hann er ákærður fyrir ölvunarakstur. Atvikið átti sér stað 1. september síðastliðinn. Samkvæmt Sky hefur Rooney játað sök.

Mál Rooneys er rekið fyrir dómstólum í Stockport í norðvesturhluta Englands. Þegar atvikið átti sér stað var Rooney handtekinn þegar í stað en látinn laus gegn tryggingu skömmu seinna.  

Hann gæti átt yfir höfði sér himinháa sekt auk ökuleyfissviptingar. Enska ­blaðið Mirr­or held­ur því fram að Ronald Koem­an, knatt­spyrn­u­stjóri Evert­on, muni sekta Roo­ney um tveggja vikna laun fyr­ir at­hæfið. Sú upphæð gæti numið tæpum 50 milljónum króna

Rooney og eiginkona hans Co­leen Roo­ney eiga von á sínu fjórða barni. Þegar Rooney var handtekinn var eiginkona hans í útlöndum en henni ku víst ekki leiðast að skella sér í sólina. 

Rooney spilaði í gær gegn gamla fótboltaliðinu sínu Manchester United og fóru leikar ekki vel fyrir lið Rooneys, sem tapaði 4-0 fyrir United

Rooney fékk lögreglufylgd.
Rooney fékk lögreglufylgd. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert