Vonbrigði Liverpool halda áfram - City jarðaði annað liðið í röð

James Milner kom inn í byrjunarlið Liverpool í dag.
James Milner kom inn í byrjunarlið Liverpool í dag. AFP

Liverpool gerði 1:1 jafntefli við Burnley á Anfield í dag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Svekkjandi úrslit því áfram viðvarandi hjá Liverpool-liðinu þessa dagana. Fjórir aðrir leikir fóru fram í deildinni á sama tíma en þar ber hæst stórsigur Manchester City á Watford, 6:0.

Kanadamaðurinn Scott Arfield kom Burnley yfir gegn Liverpool á 27. mínútu þvert á gang leiksins þar sem sóknarmenn Burnley unnu einfaldlega unnu tvö návígi við varnarmenn Liverpool áður en Arfield fékk boltann í teignum og þrumaði framhjá Mignolet óverjandi.

Mohamed Salah, sem var áfram sprækasti leikmaður Liverpool í dag ásamt Philippe Coutinho, jafnaði aðeins þremur mínútum síðar. Urðu það lokatölur þrátt fyrir nokkuð þunga sóknartilburði Liverpool allan leikinn. Leikmenn Burnley voru einnig skeinuhættir þegar þeir fóru fram á við en þeir vörðust vel og Nick Pope, varamarkvörður þeirra, heldur áfram að gera það gott í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool hefur 8 stig eftir 5 leiki, jafn mörg og Burnley en liðin eru jöfn í 5.-10. sæti.

Jóhann Berg Guðmundsson í baráttunni við Emre Can í dag.
Jóhann Berg Guðmundsson í baráttunni við Emre Can í dag. AFP

Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley í dag en var tekinn af velli eftir klukkustundarleik.

Manchester City vann annan stórsigurinn í röð í ensku úrvalsdeildinni er liðið vann Watford 6:0 á útivelli. Sergio Agüero skoraði þrennu fyrir City. Þeir Gabriel Jesus og Nicholas Otamendi og Raheem Sterling skoruðu svo allir sitt markið hver. Manchester City er komið í þrigga stiga forskot á toppi deildarinnar með 13 stig og markatöluna 16:2. Lærisveinar Pepe Guardiola virðast því heldur betur vera komnir í gang.

Sergio Aguero fagnar í dag.
Sergio Aguero fagnar í dag. AFP

Newcastle vann Stoke, 2:1, og vann sinn annan sigur í deildinni í röð. Aftur var það varnarmaðurinn Jamaal Lascelles sem skorað sigurmarkið fyrir Newcastle í dag en Christian Atsu kom þeim á bragðið á 19. mínútu. Svisslendingurinn Xherdan Shaqiri jafnaði fyrir  Stoke á 57. mínútu en sigurmark Lascelles kom á 68. mínútu. Newcastle hefur 9 stig í 4. sæti.

Leikmenn Newcastle fagna marki Jamaal Lascelles í dag.
Leikmenn Newcastle fagna marki Jamaal Lascelles í dag. AFP

WBA og West Ham skildu þá jöfn, 0:0 í West Bromwich. West Ham hefur 4 stig í 18. sæti en WBA 8 stig.

Leicester og Huddersfield skildu einnig jöfn, 1:1 á heimavelli Huddersfield sem komst yfir snemma í fyrri hálfleik en þar var að verki Laurent Depoitre. Jamie Vardy jafnaði metin á 50. mínútu úr vítaspyrnu. Urðu mörkin ekki fleiri. Leicester hefur 4 stig í 14. sæti en Huddersfield 8 stig.

Lokatölur í hinum leikjunum kl. 14:00:

1:1 Hudders­field - Leicester City
(Depoitre 46.; J. Vardy, víti 50)
2:1 Newcastle - Stoke City
(Christian Atsu 19., Lascelles 68.; Shaqiri 57.)
0:6 Wat­ford - Manchester City
(S. Agüero 27., 31. 81., G. Jesus 37., Otamendi 63., R. Sterling 89. víti)
0:0 WBA- West Ham

Mohamed Salah fagnar marki sínu í dag.
Mohamed Salah fagnar marki sínu í dag. AFP
Liverpool 1:1 Burnley opna loka
90. mín. Fjórum mínútum bætt við hjá Liverpool og Burnley.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert