Versta byrjun í sögu efstu deildar

Christian Benteke í baráttunni í dag.
Christian Benteke í baráttunni í dag. AFP

Crystal Palace hefur ekki enn tekist að skora mark í ensku úrvalsdeilinni eftir fimm leiki en liðið tapaði sínum fimmta leik í röð, gegn Southampton, 1:0, þar sem Steven Davis skoraði sigurmarkið strax á 6. mínútu.

Um fyrsta leik liðsins var að ræða undir stjorn Roy Hodgson, fyrrverandi þjálfara enska landsliðsins í knattspyrnu, sem hefur ekki þjálfað frá því að hann stýrði enska landsliðinu út af EM í knattspyrnu árið 2016 er liðið tapaði 2:1 gegn Íslandi í 8-liða úrslitum.

Palace varð með tapinu í dag fyrsta liðið í sögu efstu deildar á Englandi til þess að tapa fyrstu fimm leikjunm á þess að skora mark.

Palace rak Frank de Boer úr starfi knattspyrnustjóra eftir tap gegn Burnley í síðustu umferð en liðið hefur nú markatöluna 0:8. Liðið er á botni deildarinnar.

Southampton hefur 8 stig í 5. sæti en Virgil van Dijk, varnarmaður liðsins sem orðaður var frá félaginu í allt sumar, kom inn á sem varamaður undir lokin.

90. Leik lokið. Fimma tap Palace í röð og liðið hefur ekki skorað mark.

46. Síðari hálfleikur hafinn.

45. Hálfleikur.

6. MARK! 1:0 fyrir Southampton. Steven Davis skorar eftir að hann fylgir á eftir skoti Dusan Tadic. Ekki góð byrjun fyrir Roy Hodgson.

1. Leikurinn er hafinn!

Byrjunarliðin eru klár:

Southampton: Forster; Cedric, Yoshida, Hoedt, Bertrand; Romeu, Lemina; Tadic, Davis, Redmond; Long.
Crystal Palace: Hennessey; Ward, Dann, Fosu-Mensah, Schlupp; Cabaye, Loftus-Cheek, McArthur; Puncheon, Benteke, Townsend.

Nathan Redmond, bakvörður Southampton, með boltann gegn Crystal Palace í …
Nathan Redmond, bakvörður Southampton, með boltann gegn Crystal Palace í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert