Vandræði hjá Tottenham á Wembley

Dele Alli, leikmaður Tottenham Hotspur, vonsvikinn í leik liðsins gegn …
Dele Alli, leikmaður Tottenham Hotspur, vonsvikinn í leik liðsins gegn Swansea City í dag. AFP

Tottenham Hotspur og Swansea City gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust í fimmtu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á Wembley, heimavelli Tottenham Hotspur, í dag.

Tottenham Hotspur hefur nú leikið þrjá deildarleiki á Wembley á yfirstandandi leiktíð án þess að takast að fara með sigur af hólmi. Tottenham Hotspur bar reyndar sigurorð af Borussia Dortmund í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Meistaradeildar Evrópu í vikunni og losaði þar álögin af bráðabirgðar heimavelli sínum. 

Leikmenn Swansea City léku þéttan varnarleik í þessum leik, en Son Heung-Min fékk nokkur ágætis marktækifæri til þess að brjóta ísinn fyrir Tottanham Hotspyr. Þá áttu Harry Kane og Kieran Trippier langskot í seinni hálfleik sem fóru hárfínt framhjá marki Swansea. Inn vildi boltinn hins vegar ekki og markalaust jafntefli staðreyndin. 

Tottenham Hotspur er í fimmta sæti deildarinnar með átta stig eftir þetta jafntefli, en Swansea City er aftur á móti í 14. sæti deildarinnar með fimm stig. 

Tottenham 0:0 Swansea opna loka
90. mín. Tottenham fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert