Keita fer ekki frá Leipzig

Naby Keita er ekki á leið í Liverpool.
Naby Keita er ekki á leið í Liverpool. AFP

Það virðist endanlega vera komið í ljós að Naby Keita, miðjumaðurinn hjá RB Leipzig, sem Liverpool hefur verið á höttunum eftir, er ekki á leiðinni frá þýska félaginu.

Háttsettur maður hjá Leipzig er heimildarmaður Sky Sportes og segir hann að Keita muni ekki fara fet.

Liverpool bauð 67 milljónir punda í kappann, sem þýska félagið hafnaði. Heimildir Sky segja enn fremur að þremur tilboðum frá Liverpool hafi verið hafnað í leikmanninn en liðið mun leika í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Keita er með 48 milljóna punda klásúlu í samningi sínum en hún verður ekki virk fyrr en næsta sumar.

Liverpool hefur keypt þrjá leikmenn í sumar. Andy Robertson frá Hull, Mohamed Salah frá Roma og Dominic Solanke frá Chelsea en sá síðastnefndi er enskur unglingalandsliðsmaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert