Danilo bætist í dýran hóp City

Danilo, til vinstri, í leik með Real Madrid.
Danilo, til vinstri, í leik með Real Madrid. AFP

Enska knattspyrnufélagið Manchester City heldur áfram að kaupa dýra leikmenn og hefur í sumar eytt tæpum 150 milljónum punda í nýja menn eftir að hafa gengið frá kaupum á brasilíska varnarmanninum Danilo frá Real Madrid.

City greiðir 26,5 milljónir punda fyrir þennan 26 ára gamla leikmann sem spilar ýmist sem bakvörður eða miðjumaður.

Danilo hefur verið í röðum Real Madrid í tvö ár eftir að félagið keypti hann af Porto en hann var mikið á bekknum í fyrra og byrjaði aðeins 17 af 38 deildarleikjum spænsku meistaranna.

City hafði áður keypt Kyle Walker á 45 milljónir punda, Bernardo Silva á 43 milljónir punda og markvörðinn Ederson Moraes á 35 milljónir punda. Þá hefur City samþykkt að greiða Mónakó 52 milljónir punda fyrir Benjamin Mendy.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert