Biðst afsökunar á rasískum ummælum

Stuðningsmenn Chelsea og Arsenal fyrir leik liðanna í Kína í …
Stuðningsmenn Chelsea og Arsenal fyrir leik liðanna í Kína í gær. AFP

Chelsea sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem félagið biðst afsökunar á ummælum sem brasilíski vængmaðurinn Kenedy lét hafa eftir sér á instagram-síðu sinni í aðdraganda 3:0-sigurs liðsins gegn Arsenal í æfingaleik sem fram fór í Kína í gær.

Kenedy setti inn færslu á instagram-síðu sína og skrifaði þar „Porra China“ sem útleggst af portúgölsku sem helvítis Kína. Seinna sendi Kenedy svo myndskeið af kínverskum öryggisverði sem svaf og skrifaði með myndskeiðinu „Acorda China Vacilao“, sem þýðir vaknaðu kínverska fífl. 

Fram kemur í yfirlýsingu Chelsea að bæði leikmaðurinn og félagið biðjist innilega afsökunar á þessum heimskulegu ummælum. Þá kom enn fremur fram í yfirlýsingunni að Kenedy hafi verið refsað fyrir þessi ummæli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert