Man.City að bæta við sig bakverði

Benjamin Mendy í leik með franska landsliðinu gegn Englandi.
Benjamin Mendy í leik með franska landsliðinu gegn Englandi. AFP

Manchester City hefur komist að samkomulagi við Monaco um kaup á vinstri bakverðinum Benjamin Mendy. Kaupverðið er talið vera 52 milljónir punda, en Mendy á eftir að semja um kaup og kjör hjá Manchester City og ganga í gegnum læknisskoðun. Talið er að félagaskiptin verði staðfest síðar í dag. Þetta kemur fram á vefsíðu BBC.

Mendy á að fylla það skarð sem Gael Clichy skildi eftir sig þegar hann gekk í raðir İstanbul Başakşehir fyrr í sumar. Mendy verður fimmti leikmaðurinn sem Manchester City kaupir í sumar, en áður hafði félagið fest kaup á Douglas Luiz frá Vasco da Gama, Kyle Wal­ker frá Totten­ham Hotspur, Eder­son frá Ben­fica og Bern­arndo Silva frá Mónakó.

Mendy er á leið til Los Angeles til þess að ganga frá samningum við Manchester City og hann mun hefja í kjölfarið æfingar með nýju liðsfélögunum sínum. Manchester City mun mæta Real Madrid í æfingaleik eftir fjóra daga, en liðið laut í lægra haldi fyrir nágrönnum sínum, Manchester United, 2:0, í æfingaleik í Los Angelses á dögunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert