Léku með býflugu á búningunum

Býfluga, eða vinnufluga, á búningi Manchester United.
Býfluga, eða vinnufluga, á búningi Manchester United. AFP

Manchester-liðin tvö sem mættust í nótt í æfingaleik í Houston frammi fyrir rúmlega 67 þúsund áhorfendum heiðruðu minningu fórnarlamba hryðjuverkanna í Manchester þar sem 22 létu lífið er sprengja sprakk á tónleikum í borginni í maí.

Sjá frétt mbl.is: Guar­di­ola orðlaus - United vann granna­slag­inn

Bæði lið léku með býflugu á treyjum sínum en býflugan er tákn borgarinnar og auðsjáanleg víða um borgina á ruslatunnum og öðrum opinberum eignum. Býflugan er í raun vinnufluga og er skírskotun til sögu borgarinnar sem verkamannaborgar og einnar helstu iðnborgar í heimi á tímum iðnbyltingarinnar. 

Treyjur liðanna verða einnig boðnar upp og ágóðinn rennur í styrktarsjóð til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna hryðjuverkanna en auk þeirra 22 sem létu lífið slösuðust 64.

Leroy Sane, Manchester City, fer fram hjá reynsluboltanum í liði …
Leroy Sane, Manchester City, fer fram hjá reynsluboltanum í liði Manchester United, Michael Carrick. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert