Hörður Björgvin fær dýran liðsfélaga

Famara Diedhiou í leik með Angers.
Famara Diedhiou í leik með Angers. AFP

Enska knattspyrnufélagið Bristol City hefur gengið frá kaupum á Senegalanum Famara Diédhiou frá franska félaginu Angers. Diédhiou er dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Kaupverðið er 5,3 milljónir punda. 

Bristol City borgaði 3,25 milljónir punda fyrir Jonathan Kodjia, sem lék einnig með Angers, árið 2015 og var það dýrasti leikmaður í sögu félagsins, þangað til í dag. 

Diédhiou skorað átta mörk í 31 leik fyrir Angers í efstu deild Frakklands á síðasta tímabili. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert