Ákærður fyrir manndráp á Hillsborough

Fjölmargir syrgja enn þá 96 sem létust í Hillsborough-slysinu.
Fjölmargir syrgja enn þá 96 sem létust í Hillsborough-slysinu. AFP

Sex einstaklingar munu verða ákærðir vegna annað hvort ábyrgðar sinnar á Hillsborough-slysinu eða hátternis í kjölfar þess.

Á meðal hinna ákærðu er David Duckenfield en sem fulltrúi South Yorkshire lögreglunnar stýrði hann löggæslu í kringum leik Liverpool og Nottingham Forest á Hillsborough-leikvanginum árið 1989, þegar 96 stuðningsmenn Liverpool létust. Samkvæmt frétt BBC verður Duckenfield ákærður fyrir manndráp af gáleysi, í tilviki 95 af stuðningsmönnunum. Einn lést fjórum árum eftir slysið og er ekki hægt að ákæra Duckenfield í því tilviki.

Norman Bettison, fyrrverandi yfirmaður lögreglunnar í South Yorkshire, verður ákærður fyrir meintar lygar um málið eftir slysið. Fjórir einstaklingar til viðbótar verða ákærðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert