Gylfi að fá spænskan liðsfélaga

Roque Mesa í leik með Las Palmas.
Roque Mesa í leik með Las Palmas. AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Swansea, sem Gylfi Þór Sigurðsson leikur með, er í viðræðum við Las Palmas um kaup á miðjumanninum Roque Mesa. Swansea er reiðubúið að borga 11 milljónir punda fyrir Spánverjann.  

Roma og Sevilla hafa einnig verið að fylgjast með Mesa, sem hefur áhuga á að spila í ensku úrvalsdeildinni. Spánverjinn hefur spilað 126 leiki fyrir Las Palmas, en hann hefur verið hjá félaginu síðan árið 2011. 

Mesa spilaði 36 leiki fyrir Las Palmas á síðustu leiktíð, er liðið hafnaði í 14. sæti spænsku deildarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert