Keita fyrsta skotmarkið hjá Klopp

Naby Keita.
Naby Keita. AFP

Liverpool hefur áhuga á að festa kaup á Gíneumanninum Naby Keita sem er á mála hjá þýska liðinu RB Leipzig. Þetta kemur fram í frétt Skysports, en þar kemur einnig fram að það gæti reynst þrautin þyngri fyrir Liverpool að klófesta kappann.

Keita lék vel inni á miðsvæðinu hjá RB Leipzig í þýsku efstu deildinni í knattspyrnu karla á nýafstaðinni leiktíð, en hann skoraði átta mörk í 29 leikjum og aðstoði liðið við það að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á sinni fyrstu leiktíð í efstu deild.

Forráðamenn RB Leipzig, sem hafnaði í öðru sæti deildarinnar á leiktíðinni, hafa hins vegar lítinn áhuga á að selja sína bestu leikmenn í sumar og talið er að félagið muni setja 50 milljóna punda verðmiða á gíneska landsliðsmiðjumanninn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert