Griezmann efstur á óskalista Mourinho

Antoine Griezmann.
Antoine Griezmann. AFP

Franski landsliðsframherjinn Antoine Griezmann sem leikið hefur með Atlético Madrid síðustu þrjú keppnistímabil er efstur á óskalista Manchester United ef marka má fregnir enskra fjölmiðla undanfarna daga.

Skysports heldur því fram frétt sinni í gær að Manchester United hafi hug á því að bæta við sig fjórum leikmönnum í sumar og að José Mourinho, knattspynustjóri liðsins, telji sig þurfa miðvörð, miðvallarleikmenna, sóknarþenkjandi miðjumann og bakvörð sem getur bæði leikið hægra og vinstra megin í bakverðinum.  

Skysports slær því fram að Griezmann eiga að bæta í vopnabúr Manchester United í sóknarleiknum á næstu leiktíð. Eric Dier, miðjumaður Tottenham, sé efstur á óskalista Manchester United hvað varðar miðjumenn. Michael Keane, Virgil van Dijk og Victor Lindelof koma svo til greina til þess að þétta raðirnar í varnarleik liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert