Seaman sá við Eiði Smára (myndskeið)

Eiður Smári lætur skotið ríða af í bikarúrslitaleiknum gegn Arsenal …
Eiður Smári lætur skotið ríða af í bikarúrslitaleiknum gegn Arsenal árið 2002. Ljósmynd/Chelseafc.

Arsenal og Chelsea mætast í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu á Wembley og eins og jafnan ríkir mikil spenna fyrir leikinn.

Með sigri verður Arsenal sigursælasta liðið í bikarkeppninni frá upphafi en liðið hefur unnið bikarinn 12 sinnum eins og Manchester United. Arsenal varð bikarmeistari fyrir tveimur árum en liðið burstaði þá Aston Villa í úrslitaleik, 4:0.

Chelsea státar af 7 bikarmeistaratitlum en liðið vann bikarkeppnina síðast árið 2012 eftir 2:1 sigur á Liverpool í úrslitaleik.

Chelsea og Arsenal áttust við síðast í úrslitaleik árið 2002. Þá var spilað á þúsaldarvellinum í Cardiff þar sem Wembley var í uppbyggingu. Arsenal hrósaði 2:0 sigri með mörkum frá Ray Parlour og Fredrik Ljungberg.

Eiður Smári Guðjohnsen lék allan tímann fyrir Chelsea í þeim leik og var nálægt því að skora í stöðunni 0:0 en David Seaman varði með tilþrifum skot hans.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá glefsur úr leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert