Eiður Smári spilar á Old Trafford í júní

Eiður Smári Guðjohnsen mætir á Old Trafford.
Eiður Smári Guðjohnsen mætir á Old Trafford. mbl.is/Golli

Eiður Smári Guðjohnsen mun verða í eldlínunni á Old Trafford, heimavelli Manchester United, 4. júní þegar hann tekur þátt í heiðursleik fyrir Michael Carrick, miðjumann United.

Þar mætast lið United, sem vann Meistaradeildina árið 2008, undir stjórn Sir Alex Ferguson, og úrvalslið leikmanna sem Carrick hefur valið. Eiður Smári er þar á meðal, en Harry Redknapp mun stýra því liði.

Enn er verið að fylla upp í liðin fyrir leikinn, en staðfesta leikmenn þeirra má finna hér að neðan:

Lið United 2008, undir stjórn Sir Alex Ferguson:
Edwin van der Sar
Gary Neville
Rio Ferdinand
Paul Scholes
Ryan Giggs
Nemanja Vidic
Wayne Rooney
Wes Brown
Owen Hargreaves
Ji Sung Park
Mikael Silvestre
Louis Saha
Darren Fletcher

Úrvalslið Michael Carric, undir stjórn Harry Redknapp:
Steven Gerrard
Frank Lampard
Michael Owen
John Terry
Jamie Carragher
Phil Neville
Robbie Keane
Michel Salgado
Eric Abidal
Damien Duff
Gaizka Mendiete
Eiður Smári Guðjohnsen

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert