Áfrýjun Arsenal hafnað

Laurent Koscielny fær rauða spjaldið um helgina.
Laurent Koscielny fær rauða spjaldið um helgina. AFP

Enska knattspyrnusambandið hefur hafnað áfrýjun Arsenal vegna rauða spjaldsins sem franski miðvörðurinn Laurent Koscielny fékk að líta í 3:1-sigrinum á Everton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina.

Koscielny fauk af velli fyrir brot á Enner Valencia og fer sjálfkrafa í þriggja leikja bann fyrir rauða spjaldið. Hann tekur út fyrsta leikinn í banni í úrslitaleik FA-bikarsins gegn Chelsea og mun einnig missa af fyrstu tveimur leikjum næsta tímabils.

Arsenal mun heldur ekki geta notað krafta Shkodran Mustafi í úrslitaleiknum, en hann er að jafna sig eftir höfuðhögg. Þá er miðvörðurinn Gabriel einnig spurningarmerki eftir að hafa meiðst gegn Everton.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert