Gylfi tryggði Swansea mikilvægt stig

Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Swansea City mikilvægt stig þegar liðið mætti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Old Trafford í dag.

Lokatölur í leiknum urðu 1:1, en Wayne Rooney kom Manchester United yfir með marki úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks og Gylfi Þór jafnaði síðan metin með frábæru marki beint úr aukaspyrnu undir lok leiksins.

Gylfi Þór skoraði þarna níunda deildarmark sitt fyrir Swansea á leiktíðinni, en hann hefur nú skorað á Old Trafford þrjár leiktíð í röð.

Manchester United er með 65 stig í fimmta sæti deildarinnar, en Swansea er hins vegar í 18. sæti, fallsæti, með 32 stig. Swansea er tveimur stigum frá öruggu sæti í deildinni á næstu leiktíð.

Man. Utd 1:1 Swansea opna loka
90. mín. Sex mínútum bætt við venjulegan leiktíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert