Gylfi bestur á Old Trafford

Gylfi Þór Sigurðsson fagnar jöfnunarmarkinu á Old Trafford í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar jöfnunarmarkinu á Old Trafford í dag. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson var valinn maður leiksins af BTsport í útsendingu stöðvarinnar frá leik Manchester United og Swansea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Gylfi skoraði stórglæsilegt jöfnunarmark fyrir Swansea seint í leiknum, beint úr aukaspyrnu, og var ógnandi allan tímann. 

Glenn Hoddle, fyrrverandi landsliðsmaður Englands og síðar landsliðsþjálfari, var sérfræðingur BTsport á leiknum og fór fögrum orðum um Gylfa.

Þetta er þriðja árið í röð sem Gylfi skorar fyrir Swansea á Old Trafford. Síðastur til að skora í þremur útileikjum í röð gegn Manchester  United var Sergio Agüero, framherji Manchester City, árið 2015.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert