Sakho fagnaði marki Palace á bekknum

Mamadou Sakho.
Mamadou Sakho. AFP

Stuðningsmenn Liverpool voru margir hverjir afar ósáttir við Frakkann Mamadou Sakho, leikmann liðsins sem leikur á láni hjá Crystal Palace, sem vann Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

Christian Benteke sá um að loka leiknum fyrir Crystal Palace gegn sínum gömlu félögum og er hann jafnaði metin í 1:1 eftir að Philippe Coutinho hafði komið Liverpool yfir, fór hann til Sakho og fögnuðu fyrrverandi Liverpool-félagarnir saman, gegn Liverpool.

„Ég myndi glaður klæðast Liverpool-treyjunni,” sagði Sakho fyrr í þessum mánuði en hann hefur ekki leikið með liðinu í 12 mánuði. Nú virðist pressan frá stuðningsmönnum liðsins á Jürgen Klopp, stjóra liðsins, sem tók á endanum ákvörðunina um að Frakkinn ætti ekki afturkvæmt, vera minni.

Sjá frétt mbl.is: „Ég hefði átt að fara eft­ir regl­un­um“

Myndskeið af atvikinu má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert