Verðum að nýta færin okkar betur

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. AFP

„Við vorum mun sterkari aðilinn í leiknum, en þú verður að halda einbeitingu allan leikinn til þess að fara með sigur af hólmi. Við vorum mjög góðir í seinni hálfleik og gerðum allt vel fyrir utan það þegar við fengum markið á okkur,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, í samtali við BBC eftir tap liðsins gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í dag.

„Við náðum ekki að binda endahnútinn á góðar sóknir okkar og það er það mikilvægasta í fótboltanum. Ég skil ekki hvers vegna Crystal Palace er í þeirri stöðu sem liðið er í þar sem liðið er vel skipað og gott. Við vissum að þetta yrði erfitt og þess vegna er mikilvægt að nýta þau fær sem þú skapar,“ sagði Klopp enn fremur.

„Þetta er bæði afar pirrandi og svekkjandi að sjálfsögðu. Það eru allir að hugsa um að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á þessum tímapunkti. Það eru einhverjir sem halda að sætið þar hafi runnið úr greipum okkar með þessu tapi, en það er nóg eftir og við verðum að halda áfram og halda áfram að berjast um að tryggja okkur sæti í þar,“ sagði Klopp um framhaldið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert