Courtois klár í slaginn eftir meiðslin frægu

Thibaut Courtois.
Thibaut Courtois. AFP

Thibaut Courtois markvörður Chelsea er klár í slaginn í leiknum gegn Tottenham en Lundúnaliðin eigast við í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley á morgun.

Courtois var fjarri góðu gamni með Chelsea um síðustu helgi þegar liðið tapaði fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Courtois missti af leiknum vegna meiðsla á ökkla, en sög­ur um or­sök meiðsl­anna vöktu mikla at­hygli. Ástæðu þeirra má rekja til skuld­bind­inga Belgans hvað varðar aug­lýs­inga­samn­inga. Courtois er sagður hafa verið að taka upp aug­lýs­ingu fyr­ir NBA-deild­ina og lent illa á ökkla eft­ir skot.

Miðvörðurinn Gary Cahill verður líklega ekki með Chelsea-liðinu en nýrnasteinar hafa verið að angra varnarmanninn sterka. Það kom í ljós eftir að hann fór á sjúkrahús vegna slappleika.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert