Zlatan með freistandi tilboð

Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. AFP

Bandaríska knattspyrnuliðið Los Angeles FC hefur blandað sér í baráttuna um að fá sænska sóknarmanninn Zlatan Ibrahimovic frá Manchester United til liðs við sig.

Enska blaðið Daily Mail greinir frá því að Los Angeles FC sé reiðubúið að greiða Ibrahimovic 5 milljónir punda í laun á ári sem jafngildir um 707 milljónum króna. Þá segir blaðið að í tilboði bandaríska liðsins felist að lána Manchester-liðinu Ibrahimovic fyrri hluta næstu leiktíðar.

Ibrahimovic, sem er 35 ára gamall, skrifaði undir eins árs samning við Manchester United síðastliðið sumar með möguleika á framlengingu um eitt ár. Hann hefur ekki ákveðið framtíð sína en Svíinn stóri og stæðilegi hefur skorað 28 mörk fyrir United í öllum keppnum á tímabilinu.

 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert