Fær ekki borgað ef liðið fellur

Harry Redknapp.
Harry Redknapp. AFP

Harry Redknapp, sem tók við Birmingham í ensku B-deildinni í knattspyrnu í gær, mun ekkert fá borgað frá félaginu ef hann nær ekki að forða því frá falli. Á hann sjálfur frumkvæðið að því.

Birmingham á þrjá leiki eftir í deildinni, en Gianfranco Zola lét af störfum á mánudag. Morguninn eftir var Redknapp mættur og er ætlað að slökkva eldana, en Birmingham er þremur stigum frá fallsvæðinu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Redknapp gerir svona samning, því hann gerði það einnig þegar hann starfaði tímabundið sem ráðgjafi hjá Derby í fyrra. Þá fékk hann ekki borgað ef liðið kæmist ekki í umspil um sæti í úrvalsdeildinni. Derby náði því hins vegar og Redknapp fékk borgað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert