Hafa farið út af sporinu á EM

Íslensku leikmennirnir stóðu sig vel gegn Dönum þó sex sterka …
Íslensku leikmennirnir stóðu sig vel gegn Dönum þó sex sterka félaga þeirra vantaði í hópinn. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Það gætti mikillar bjartsýni hjá íslenskum handknattleiksáhugamönnum fyrir Evrópumótið 2022 sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu.

Það er óhætt að segja að bjartsýnin hafi ekki beint minnkað eftir þrjá sigra í þremur leikjum í riðlakeppninni og voru margir farnir að sjá fyrir sér liðið berjast um verðlaun á mótinu.

Íslendingar voru hins vegar rifnir hratt niður á jörðina á miðvikudagskvöld þegar þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Þrír smitaðir til viðbótar bættust svo í hópinn í gær og voru sex lykilmenn fjarverandi í tapinu gegn Danmörku.

Maður hefði svo sem haldið að forráðamenn evrópska handknattleikssambandsins væru orðnir nokkuð reyndir í því að halda stórmót en þeir virðast eitthvað hafa farið út af sporinu. Þetta ætti svo sem ekki að koma manni mikið á óvart.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert