Ungir og hraðir Íslendingar

Aymeric Minne reynir að brjótast í gegnum vörn Hollendinga í …
Aymeric Minne reynir að brjótast í gegnum vörn Hollendinga í leik liðanna í gær. AFP

Aymeric Minne, örvhent skytta í franska landsliðinu í handknattleik, á von á hörkuleik gegn Íslendingum á morgun þegar liðin mætast í milliriðlakeppni Evrópumótsins í Búdapest.

„Ísland spilar á svipaðan hátt og hollenska liðið. Mjög ungt lið sem vill spila hraðan handbolta. Ef við höldum einbeitingunni er ég viss um að við getum líka unnið þennan leik," sagði Minne, sem var markahæstur Frakka í sigri þeirra á Hollendingum í gær, 34:24, en hann er leikmaður Nantes í Frakklandi.

Leikurinn á morgun verður sögulegur fyrir Frakka en þetta verður þeirra 100. leikur í lokakeppni Evrópumótsins. Af 99 leikjum til þessa hafa þeir unnið 63 og gert níu jafntefli.

Frakkar eru með fullt hús stiga á mótinu eftir sigurleiki gegn Króötum, 27:22, Úkraínumönnum, 36:23, Serbum, 29:25, og svo Hollendingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert