„Eitt það erfiðasta sem ég hef gert“

„Þetta er eitt það erfiðasta sem ég hef gert,“ sagði Sif Atladóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Sif, sem er 36 ára gömul, er tveggja barna móðir í dag en hún hefur tvívegis snúið til baka á knattspyrnuvöllinn eftir barnsburð.

„Fjórum mánuðum eftir að ég eignaðist Sólveigu, var ég komin aftur í hópinn hjá Kristianstad því ég þurfti í raun að snúa aftur þá, 5. september, því þá hætti ég að fá pening frá ríkinu,“ sagði Sif meðal annars.

Sif er í nærmynd í sjötta þætti af Dætrum Íslands en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin